Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sjö vítaköst sín gegn Barcelona. getty/Frederic Scheidemann Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira