Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sjö vítaköst sín gegn Barcelona. getty/Frederic Scheidemann Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira