Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 11:31 Rúnar Júlíusson var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins um miðjan 7. áratug síðustu aldar, heldur einnig í besta fótboltaliði landsins. Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því. Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira