Í öllum tilfellum var ákvörðun um að vísa börnunum úr landi tekin vegna þess að þau hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns Pírata.
Lögreglan, eða stoðdeild ríkislögreglustjóra eins og deildin er kölluð í svari dómsmálaráðherra, hefur fengið sextán beiðnir um aðstoð við brottvísun barna og framfylgt slíkum beiðnum í fjórum tilfellum.
Dómsmálaráðherra hyggst ekki setja formleg stjórnvaldsfyrirmæli, til að mynda reglugerð, um að senda ekki börn og barnafjölskyldur til Grikklands. Í svari ráðherrans kemur fram að ákvæði í lögum um alþjóðlega vernd teljist fullnægjandi og „ekki tilefni til sérstakra viðbragða.“