Andstæðingur stéttarfélaga? Vilhjálmur Árnason skrifar 26. október 2022 10:00 Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun