Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2022 12:59 Kristín gagnrýnir að stjórn félagsins hafi ekki viljað svara spurningum sínum skriflega. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. „Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
„Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira