„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. október 2022 12:07 Hér má sjá Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara og Wesley So, núverandi heimsmeistara í Fischer-skák. Vísir/Vilhelm Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. Fréttastofa spjallaði við Hjörvar stuttu eftir seinni leik hans við Wesley So í gær. Hjörvar gerði jafntefli við So í fyrri viðureign þeirra í gær og tapaði þeirri seinni. Hjörvar Steinn er stórmeistari en hann náði því markmiði aðeins tuttugu ára gamall, fyrir níu árum síðan. Hjörvar var vongóður fyrir framhaldið en vitaskuld súr eftir nýskeð tap þegar fréttastofa ræddi við hann um gengni hans á mótinu. „Var að enda við að tapa þannig þú ert ekki að hitta mig á besta augnabliki lífs míns en maður reynir að brosa bara í gegnum þetta. Það er önnur skákin eftir þannig ég get jafnað það einvígi ef ég vinn þá skák,“ sagði Hjörvar. Þegar því er velt upp að Hjörvar eigi enn möguleika á að komast áfram svarar hann því játandi en segir stöðuna vera strembna þegar andstæðingar eru núverandi heimsmeistari í Fischer-skák og sá sem talinn er vera verðandi heimsmeistari í fyrrnefndu fyrirkomulagi. Allt sé þó hægt. „Það er svona pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ segir Hjörvar. Hafa leyfi til að leita í eyrum skákmanna Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir gaman hvað það séu margir að koma og horfa á skákmótið. Þetta sé eins og í gamla daga. Mótið er haldið á Reykjavík Natura hótelinu og er ströng öryggisgæsla á svæðinu. Bannað er að vera með síma, snjallúr eða slíkt inni í skáksalnum. „Þegar menn yfirgefa skáksalinn þá þurfa menn að vera í svona fimm mínútna sóttkví þar sem menn komast ekki í síma eða neitt,“ segir Gunnar. Heimurinn utan salar sé fimm mínútum eftir á rauntíma keppninnar. Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er talinn verða næsti heimsmeistarinn í skák.Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið rætt um svindl innan skákheimsins síðustu vikur en skákmaðurinn Magnus Carlsen ýjaði að því að kollegi hans, Hans Niemann hefði svindlað í viðureign þeirra á Sinquefield-skákmótinu. Einnig hefur því verið velt upp að Niemann hafi ef til vill svindlað þegar hann tefldi við Hjörvar á Reykjavíkurmótinu í apríl. Hjörvar hafi áður sagt taflmennsku Niemann undarlega en þar sem hann sé lögfræðingur vilji hann ekki saka neinn um svindl án sannanna. Skáksambands Íslands tilkynnti keppendum á heimsmeistaramótinu í Fischer-skák að það áskilji sér rétt til þess að leita í eyrum keppenda fyrirvaralaust. Forseti skáksambandsins segir keppendur hafa skrifað undir það og enginn vandi sé til staðar hvað það varðar. Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira
Fréttastofa spjallaði við Hjörvar stuttu eftir seinni leik hans við Wesley So í gær. Hjörvar gerði jafntefli við So í fyrri viðureign þeirra í gær og tapaði þeirri seinni. Hjörvar Steinn er stórmeistari en hann náði því markmiði aðeins tuttugu ára gamall, fyrir níu árum síðan. Hjörvar var vongóður fyrir framhaldið en vitaskuld súr eftir nýskeð tap þegar fréttastofa ræddi við hann um gengni hans á mótinu. „Var að enda við að tapa þannig þú ert ekki að hitta mig á besta augnabliki lífs míns en maður reynir að brosa bara í gegnum þetta. Það er önnur skákin eftir þannig ég get jafnað það einvígi ef ég vinn þá skák,“ sagði Hjörvar. Þegar því er velt upp að Hjörvar eigi enn möguleika á að komast áfram svarar hann því játandi en segir stöðuna vera strembna þegar andstæðingar eru núverandi heimsmeistari í Fischer-skák og sá sem talinn er vera verðandi heimsmeistari í fyrrnefndu fyrirkomulagi. Allt sé þó hægt. „Það er svona pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ segir Hjörvar. Hafa leyfi til að leita í eyrum skákmanna Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir gaman hvað það séu margir að koma og horfa á skákmótið. Þetta sé eins og í gamla daga. Mótið er haldið á Reykjavík Natura hótelinu og er ströng öryggisgæsla á svæðinu. Bannað er að vera með síma, snjallúr eða slíkt inni í skáksalnum. „Þegar menn yfirgefa skáksalinn þá þurfa menn að vera í svona fimm mínútna sóttkví þar sem menn komast ekki í síma eða neitt,“ segir Gunnar. Heimurinn utan salar sé fimm mínútum eftir á rauntíma keppninnar. Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er talinn verða næsti heimsmeistarinn í skák.Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið rætt um svindl innan skákheimsins síðustu vikur en skákmaðurinn Magnus Carlsen ýjaði að því að kollegi hans, Hans Niemann hefði svindlað í viðureign þeirra á Sinquefield-skákmótinu. Einnig hefur því verið velt upp að Niemann hafi ef til vill svindlað þegar hann tefldi við Hjörvar á Reykjavíkurmótinu í apríl. Hjörvar hafi áður sagt taflmennsku Niemann undarlega en þar sem hann sé lögfræðingur vilji hann ekki saka neinn um svindl án sannanna. Skáksambands Íslands tilkynnti keppendum á heimsmeistaramótinu í Fischer-skák að það áskilji sér rétt til þess að leita í eyrum keppenda fyrirvaralaust. Forseti skáksambandsins segir keppendur hafa skrifað undir það og enginn vandi sé til staðar hvað það varðar.
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48
Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10