Skutu á mótmælendur við leiði Amini Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 15:16 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir öryggissveitir undirbúa aðgerðir gegn mótmælendum í Íran. AP Vitni segja öryggissveitir í Íran hafa skotið á syrgjendur sem komið höfðu saman við gröf Masha Jina Amini í dag. Þar hafði fólk komið saman vegna þess að fjörutíu dagar eru liðnir síðan hún dó í haldi lögreglunnar. Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17