Skutu á mótmælendur við leiði Amini Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 15:16 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir öryggissveitir undirbúa aðgerðir gegn mótmælendum í Íran. AP Vitni segja öryggissveitir í Íran hafa skotið á syrgjendur sem komið höfðu saman við gröf Masha Jina Amini í dag. Þar hafði fólk komið saman vegna þess að fjörutíu dagar eru liðnir síðan hún dó í haldi lögreglunnar. Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17