„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:00 Valsarar fögnuðu fræknum sigri gegn Ferencváros í fyrrakvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals. Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn