„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 27. október 2022 10:30 Anna Tara hefur rannsakað ADHD meira en flestir hér á landi. Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa. Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum. Ísland í dag Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum.
Ísland í dag Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira