„Er mjög stolt af því að geta gefið fyndnum konum pláss“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. október 2022 14:00 Kolbrún María Másdóttir er handritshöfundur og leikstjóri Verzló sýningarinnar Það sem gerist í Verzló, ásamt kærasta sínum Arnóri Björnssyni. Instagram „Okkur fannst mikilvægt að búa til pláss fyrir fyndnar kvenpersónur og ég held að það hafi tekist mjög vel hjá okkur,“ segir Kolbrún María Másdóttir, annar handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar Það sem gerist í Verzló. Um er að ræða árlega sýningu Listafélags Verzlunarskóla Íslands sem frumsýnd verður 4. nóvember. Kolbrún samdi handritið ásamt kærasta sínum Arnóri Björnssyni og sjá þau einnig um leikstjórn. Kolbrún og Arnór eru bæði fyrrverandi Verzlingar og voru þau bæði áberandi í leiklistasenu skólans. Það lá því vel fyrir þeim að semja leikrit um skólann. Um er að ræða frumsaminn farsa sem fjallar um átta einstaklinga sem mæta í Verzló að nóttu til, öll í sitthvoru lagi en með svipaðan tilgang - að gera eitthvað sem er bannað. Stuldur á lokaprófi byggir á raunverulegum atburði „Við byggðum handritið á eigin reynslu og viðtölum sem við tókum við núverandi, fyrrverandi og verðandi Verzlinga. Sumir atburðirnir eru byggðir á raunverulegum uppátækjum. Til dæmis er ein persóna sem mætir til þess að stela lokaprófi. Það gerðist í alvörunni fyrir nokkrum árum.“ Kolbrún segir að það atvik hafi einmitt verið kveikjan að hugmyndinni að handritinu sem var skrifað fyrir ári síðan í Skapandi sumarstörfum í Hafnarfirði. „Þetta er gamanleikur sem inniheldur margskonar misskilning og fisískt grín. Við erum svolítið að brjóta niður þessa Verzló glansmynd. Okkur finnst svo fyndið hvað allir hafa sterkar hugmyndir um það hvernig Verzlingar eru og við erum svolítið að gera grín að þeirri ímynd,“ segir Kolbrún. Það sem gerist í Verzló er frumsaminn farsi sem fjallar um átta einstaklinga sem öll mæta í sitthvoru lagi upp í skóla að nóttu til í ólíkum tilgangi. Öll eiga þau það þó sameiginlegt að ætla að gera eitthvað sem er bannað og vita þau ekki af hvort öðru. Nóttin fer svo ekki alveg eins og þau höfðu séð fyrir sér þegar þau uppgötva að þau eru alls ekki ein á ferli í skólanum.Listafélag Verzlunarskóla Íslands Persónurnar í leikritinu eru allar byggðar á viðtölum sem Kolbrún og Arnór tóku við Verzlinga. Áhorfendur fá meðal annars að kynnast áhrifavaldatýpunni, djammaranum, „sjomlanum“ og 10. bekkingnum sem elskar Verzló. „Við erum að búa til þessar Verzló stereótýpur og svo brjótum við þær niður.“ Kostur að geta sett sig í spor leikaranna Kolbrún og Arnór kynntust í Verzló og útskrifuðust úr skólanum fyrir nokkrum árum síðan. Þau voru bæði mjög virk í félagslífinu og tóku bæði þátt í Nemendamótssýningum skólans. Því segir Kolbrún það vera einstaklega skemmtilegt að vera komin í þetta nýja hlutverk innan skólans. „Við erum náttúrlega bæði með rosalega mikinn skilning fyrir því hvað það er mikið að gera hjá leikurunum, að vera að leika í leikriti samhliða fullu námi. Við höfum bæði verið þarna, þannig við skiljum þau svo rosalega vel.“ Stolt af því að geta veitt ungum konum fyndnar fyrirmyndir Þá segist hún vera sérstaklega stolt af sýningunni fyrir þær sakir að í henni fái ungar konur að láta ljós sitt skína í grínhlutverkum. Leikhópurinn samanstendur af átta nemendum og þar af eru fimm ungar konur. „Þegar ég var yngri þá fannst mér vera mikill skortur á fyndnum kvenhlutverkum. Þannig ég er mjög stolt af því að geta þarna veitt ungum konum fyrirmyndir og þær fái að sjá fyndnar konur taka pláss.“ Sýningin verður frumsýnd í Bláa sal Verzlunarskólans þann 4. nóvember og verður hún sýnd út nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér. Leikhús Framhaldsskólar Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Um er að ræða árlega sýningu Listafélags Verzlunarskóla Íslands sem frumsýnd verður 4. nóvember. Kolbrún samdi handritið ásamt kærasta sínum Arnóri Björnssyni og sjá þau einnig um leikstjórn. Kolbrún og Arnór eru bæði fyrrverandi Verzlingar og voru þau bæði áberandi í leiklistasenu skólans. Það lá því vel fyrir þeim að semja leikrit um skólann. Um er að ræða frumsaminn farsa sem fjallar um átta einstaklinga sem mæta í Verzló að nóttu til, öll í sitthvoru lagi en með svipaðan tilgang - að gera eitthvað sem er bannað. Stuldur á lokaprófi byggir á raunverulegum atburði „Við byggðum handritið á eigin reynslu og viðtölum sem við tókum við núverandi, fyrrverandi og verðandi Verzlinga. Sumir atburðirnir eru byggðir á raunverulegum uppátækjum. Til dæmis er ein persóna sem mætir til þess að stela lokaprófi. Það gerðist í alvörunni fyrir nokkrum árum.“ Kolbrún segir að það atvik hafi einmitt verið kveikjan að hugmyndinni að handritinu sem var skrifað fyrir ári síðan í Skapandi sumarstörfum í Hafnarfirði. „Þetta er gamanleikur sem inniheldur margskonar misskilning og fisískt grín. Við erum svolítið að brjóta niður þessa Verzló glansmynd. Okkur finnst svo fyndið hvað allir hafa sterkar hugmyndir um það hvernig Verzlingar eru og við erum svolítið að gera grín að þeirri ímynd,“ segir Kolbrún. Það sem gerist í Verzló er frumsaminn farsi sem fjallar um átta einstaklinga sem öll mæta í sitthvoru lagi upp í skóla að nóttu til í ólíkum tilgangi. Öll eiga þau það þó sameiginlegt að ætla að gera eitthvað sem er bannað og vita þau ekki af hvort öðru. Nóttin fer svo ekki alveg eins og þau höfðu séð fyrir sér þegar þau uppgötva að þau eru alls ekki ein á ferli í skólanum.Listafélag Verzlunarskóla Íslands Persónurnar í leikritinu eru allar byggðar á viðtölum sem Kolbrún og Arnór tóku við Verzlinga. Áhorfendur fá meðal annars að kynnast áhrifavaldatýpunni, djammaranum, „sjomlanum“ og 10. bekkingnum sem elskar Verzló. „Við erum að búa til þessar Verzló stereótýpur og svo brjótum við þær niður.“ Kostur að geta sett sig í spor leikaranna Kolbrún og Arnór kynntust í Verzló og útskrifuðust úr skólanum fyrir nokkrum árum síðan. Þau voru bæði mjög virk í félagslífinu og tóku bæði þátt í Nemendamótssýningum skólans. Því segir Kolbrún það vera einstaklega skemmtilegt að vera komin í þetta nýja hlutverk innan skólans. „Við erum náttúrlega bæði með rosalega mikinn skilning fyrir því hvað það er mikið að gera hjá leikurunum, að vera að leika í leikriti samhliða fullu námi. Við höfum bæði verið þarna, þannig við skiljum þau svo rosalega vel.“ Stolt af því að geta veitt ungum konum fyndnar fyrirmyndir Þá segist hún vera sérstaklega stolt af sýningunni fyrir þær sakir að í henni fái ungar konur að láta ljós sitt skína í grínhlutverkum. Leikhópurinn samanstendur af átta nemendum og þar af eru fimm ungar konur. „Þegar ég var yngri þá fannst mér vera mikill skortur á fyndnum kvenhlutverkum. Þannig ég er mjög stolt af því að geta þarna veitt ungum konum fyrirmyndir og þær fái að sjá fyndnar konur taka pláss.“ Sýningin verður frumsýnd í Bláa sal Verzlunarskólans þann 4. nóvember og verður hún sýnd út nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér.
Leikhús Framhaldsskólar Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira