Fótbolti

Bruno býr mest til af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes er allt í öllu í sóknarleik Manchester United.
Bruno Fernandes er allt í öllu í sóknarleik Manchester United. Getty/Michael Regan

Manchester United á hættulegasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt tölfræðinni því enginn einn leikmaður hefur tekið þátt í fleiri sóknum með marktækifæri en Bruno Fernandes.

Portúgalinn snjalli hefur átt þátt í 128 marktækifærum United liðsins í opnum leik á þessu tímabili með því að skjóta, skapa færi eða koma með beinum hætti að undirbúningi sókna sem enda með marktækifæri.

Bruno Fernandes hefur skotið 33 sinnum á markið og skaðað 39 færi að auki. Þá hefur hann spilað stórt hlutverk í 56 sóknum sem hafa búið til marktækifæri fyrir liðið.

Liverpool maðurinn Mohamed Salah er annar á þessum lista en hann hefur komið að 102 sóknum sem skapa marktækifæri þar af hefur hann skotið 52 sinnum.

Þriðji er síðan Harry Kane hjá Tottenham sem hefur komið að 98 sóknum.

Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og hefur átt langflest skot eða 59. Hann hefur hins vegar aðeins skapað 14 færi fyrir félagana og bara komið að 13 sóknum í viðbót sem enda með færi. Haaland þarf því að sætta sig að vera bara í sjöunda sæti á listanum með liðsfélaga sínum Rodri en þeir hafa komið að 86 sóknum með marktækifærum.

Tveir liðsfélagar Haaland eru einnig fyrir ofan hann eða þeir Kevin De Bruyne (97 sóknir) og Joao Cancelo (89 sóknir).

Topplið Arsenal á bara einn leikmann meðal efstu manna en það er miðjumaðurinn Granit Xhaka sem er rétt á eftir þeim Haaland og Rodri.

Það má sjá topplistann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×