Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 15:40 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi á dögunum. Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma. Noregur Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma.
Noregur Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira