Umframeyðslan kostar Red Bull einn milljarð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2022 21:00 Christian Horner og Max Verstappen þurfa að finna leiðir til að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Mark Thompson/Getty Images Red Bull liðið í Formúlu 1 hefur verið sektað um sjö milljónir Bandaríkjadala, rétt rúman einn milljarð króna, fyrir að eyða umfram leyfilegt fjármagn á seinasta tímabili. Þá þarf liðið einnig að taka á sig niðurskurð í rannsóknum á loftmótstöðu bílsins um tíu prósent fyrir brotin. Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“ Akstursíþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“
Akstursíþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira