Í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Hóla í Hjaltadal kynnumst við hestafræðideild háskólans. Við hesthúsið hittum við nemendahóp. Reiðkennararnir Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru að fara í reiðtúr með fyrsta árs nema. Þar vekur það athygli okkar að við sjáum bara stelpur.

„Já. Við bara köllum á íslenska og útlenda stráka að koma og vera með okkur og sækja um í skólann,“ svara þær.
-Er þá reiðmennskan að verða svona uppáhald stúlkna en strákar kannski telja sig ekki þurfa að fá kennsluna, eða hvað?
„Já, ég veit ekki hvort þetta eru líka inntökuskilyrðin í skólann sem eru aðeins að aftra því að strákarnir komi með,“ svarar Klara.
-Þeir standast bara ekki kröfurnar?
„Það er spurningin,“ svarar Ingunn.

Í hesthúsinu sjáum við reyndar stráka, þeirra á meðal Guðmar Frey Magnússon frá Íbishóli í Skagafirði. Við höfum orð á því við hann að okkur finnist vera miklu fleiri stelpur í hestanáminu á Hólum.
„Það er bara meira fyrir okkur,“ svarar Guðmar og glottir.
Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum:
Hér má sjá kafla þar sem fjallað er um Hóladómkirkju og merkustu gripi hennar:
Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 15:55. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2 +.
Næsti þáttur Um land allt fjallar um Fljótin í Skagafirði og er hann á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu: