Heimamenn í Oleksandria höfðu 1-0 forystu þegar leikmenn liðanna þurftu að flýta sér inn til búningsherbergja.
Ákvörðun um að halda áfram með úkraínsku deildirnar í fótbolta var tekin á dögunum, þrátt fyrir þá yfirvofandi hættu sem stafar af stríðinu við Rússa sem nú geisar yfir þar í landi.
Leikurinn hélt að lokum áfram eftir um klukkutíma hlé, en honum lauk með 2-2 jafntefli. Úkraínsku meistararnir í Shakhtar Donetsk sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 20 stig.
🚨 The #ShakhtarOleksandriia match interrupted due to air alarm in Lviv 🚨
— FC SHAKHTAR ENGLISH (@FCShakhtar_eng) October 29, 2022
The participants of the game proceeded to the shelter. Take care and find a safe place!#Ukraine