„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 31. október 2022 07:01 Þórunn María G. Kærnested og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Stöð 2 Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi. „Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is. Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
„Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01