Þegar Samfylkingin missti kjarkinn Erlingur Sigvaldason skrifar 1. nóvember 2022 09:30 Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun