Á villigötum í Áslandi 4 Davíð Arnar Stefánsson skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar