Biden tekur olíufélögin á beinið fyrir svívirðilegan gróða Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2022 19:21 Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir gróða olíufélaganna svívirðilegan og þau sýni enga samfélagslega ábyrgð. Geri þau það ekki megi þau búast við skattahækkunum og öðrum aðgerðum. AP/Alex Brandon Bandaríkjaforseti segir olíufélögin græða svívirðilega á kostnað tugmilljóna manna sem þjáist vegna stríðsins í Úkraínu. Þau hafi brugðist samfélaginu á sama tíma og þau maki krókinn. Auki þau ekki framleiðsluna og lækki verð til neytenda geti þau búist við að skattahækkunum og öðrum aðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir olíufélögin lítið hafa fjárfest í bandarísku samfélagi og ekki aukið framleiðslu sína til að koma til móts við áhrif stríðsins í Úkraínu á olíuútflutning frá Rússlandi. Á sama tíma hafi almenningur í landinu lagt sitt af mörkum. „Olíuiðnaðurinn hefur ekki staðið við loforð sín um að fjárfesta í Bandaríkjunum og styðja bandarísku þjóðina. Eitt af öðru hafa stóru olíufélögin tilkynnt methagnað,“ segir Biden. Stóru olíufélögin hafa hagnast gríðarlega á okrukreppunni. Hagnaður Exxon á þriðja ársfjórðungi er sá mesti í rúmlega 150 ár.vísir Þannig hefði Shell greint frá 9,5 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem væri næstum tvöfalt meiri hagnaður en í fyrra. Exxon hefði síðan bætt um betur með 18,7 milljörðum dollara hagnaði. „Næstum þrisvar sinnum meira en Exxon hagnaðist á síðasta ári og það mesta í 152 ára sögu félagsins. Það hefur aldrei hagnast svona mikið,“ sagði forsetinn. Á síðustu sex mánuðum hafi sex stærstu olíufélögin hagnast um rúma 100 milljarða dollara. Sjálfur sagðist Biden vera kapitalisti en þetta væri út í hött. Bandaríkjaforseti segir stóru olíufyrirtækin skila sögulegum methagnaði í skjóli stríðsins í Úkraínu en standi ekki við loforð um uppbyggingu í Bandaríkjunum.AP/Evan Vucc „Mér finnst þessi hagnaður svívirðilegur. Í stað þess að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum eða að gefa bandarískum neytendum tækifæri rennur þessi umframhagnaður til hluthafanna og til að kaupa aftur hlutabréf þeirra og laun yfirmannanna munu rjúka upp úr öllu valdi. Hættið þessu. Nú er nóg komið,“ sagði forsetinn. Þessi mikli hagnaður væri ekki til kominn vegna góðra fjárfestinga og framsýni olíufélaganna heldur vegna þjáninga tuga milljóna manna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þeim bæri skylda til að huga að hagsmunum almennings viðþessar aðstæður. „Ef þeir gera það ekki munu þeir borga hærri skatt af þessum mikla hagnaði og standa frammi fyrir öðrum takmörkunum. Það er kominn tími til að þessi fyrirtæki hætti að græða á stríðinu, axli ábyrgð sína í þessu landi, gefi bandarísku þjóðinni tækifæri en hagnist samt mjög vel,“ sagði Joe Biden. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Efnahagsmál Tengdar fréttir Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. 6. október 2022 00:12 Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir olíufélögin lítið hafa fjárfest í bandarísku samfélagi og ekki aukið framleiðslu sína til að koma til móts við áhrif stríðsins í Úkraínu á olíuútflutning frá Rússlandi. Á sama tíma hafi almenningur í landinu lagt sitt af mörkum. „Olíuiðnaðurinn hefur ekki staðið við loforð sín um að fjárfesta í Bandaríkjunum og styðja bandarísku þjóðina. Eitt af öðru hafa stóru olíufélögin tilkynnt methagnað,“ segir Biden. Stóru olíufélögin hafa hagnast gríðarlega á okrukreppunni. Hagnaður Exxon á þriðja ársfjórðungi er sá mesti í rúmlega 150 ár.vísir Þannig hefði Shell greint frá 9,5 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem væri næstum tvöfalt meiri hagnaður en í fyrra. Exxon hefði síðan bætt um betur með 18,7 milljörðum dollara hagnaði. „Næstum þrisvar sinnum meira en Exxon hagnaðist á síðasta ári og það mesta í 152 ára sögu félagsins. Það hefur aldrei hagnast svona mikið,“ sagði forsetinn. Á síðustu sex mánuðum hafi sex stærstu olíufélögin hagnast um rúma 100 milljarða dollara. Sjálfur sagðist Biden vera kapitalisti en þetta væri út í hött. Bandaríkjaforseti segir stóru olíufyrirtækin skila sögulegum methagnaði í skjóli stríðsins í Úkraínu en standi ekki við loforð um uppbyggingu í Bandaríkjunum.AP/Evan Vucc „Mér finnst þessi hagnaður svívirðilegur. Í stað þess að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum eða að gefa bandarískum neytendum tækifæri rennur þessi umframhagnaður til hluthafanna og til að kaupa aftur hlutabréf þeirra og laun yfirmannanna munu rjúka upp úr öllu valdi. Hættið þessu. Nú er nóg komið,“ sagði forsetinn. Þessi mikli hagnaður væri ekki til kominn vegna góðra fjárfestinga og framsýni olíufélaganna heldur vegna þjáninga tuga milljóna manna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þeim bæri skylda til að huga að hagsmunum almennings viðþessar aðstæður. „Ef þeir gera það ekki munu þeir borga hærri skatt af þessum mikla hagnaði og standa frammi fyrir öðrum takmörkunum. Það er kominn tími til að þessi fyrirtæki hætti að græða á stríðinu, axli ábyrgð sína í þessu landi, gefi bandarísku þjóðinni tækifæri en hagnist samt mjög vel,“ sagði Joe Biden.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Efnahagsmál Tengdar fréttir Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. 6. október 2022 00:12 Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. 6. október 2022 00:12
Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23
OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36
Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22