„Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:48 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira