Það var mikil stemmning í opnunarpartýi Kölska þegar ný og glæsileg herrafataverslun opnaði í Síðumúla 31 um helgina. Kölski sérhæfir sig í fínni herrafatnaði og þá aðallega sérssniðnum jakkafötum.
Ný og endurbætt vefverslun fór svo í loftið á sama tíma og opnunarpartý var haldið. Í nýju versluninni eru Michelsen úrsmiðir með lítið útibú og er Gentlemens Tonic með gott úrval af herrasnyrtivörum. Strákarnir tóku við rýminu í vor og var farið í að rífa allt út og endurskipuleggja verslunina.
Tómas Sjöberg og Hjörleifur, stoltir með nýju verslunina.
„Hún er sérstaklega sniðin fyrir herramenn en sérsmíðaður bar er inni á staðnum. Þar geta menn sest niður í „chesterfield-loungið“ og sötrað á góðum drykkjum í boði Vínnes meðan þeir bíða eftir tímanum sínum, já eða meðan þeir hanna sín eigin jakkaföt. Vanalega tekur þrjár til fimm vikur að fá föt afhent og því fer hver að verða síðastur að bóka sinn tíma í mælingu fyrir jólin,“ segir Hjörleifur Davíðsson.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá viðburðinum.
Guðrún Péturs og Hanna BirnaHera og Ásgeir KolbeinsGummi Kíró og Michelsen bræðurTómas, Haukur og HjölliBylgja, Aldís og Inga LáraPeyjarnir fá uppstoppaðan lunda úr Suðurey frá Davíð í TölvunHjalti Viktors og Anna LindGunnar Steinn, Bergþóra og EyrúnGuðmundur Huginn skipstjóri, Tómas í Kölska og Jón Arnór fyrrum körfuboltakappi.Hera, Elínborg og Anna LindUpptekinn Axel Birgis úr BrodiesHalldór Árna að ná í Jakkafötin sín fyrir slútt nýkrýndra Íslandsmeistara, BreiðablikLúðvík og AðalheiðurNanna, Tinna Mjöll og Jón ÞórTómas, Gugga, Þröstur og KolbeinnÁrsæll Ottó og Viðar Engilberts ræða við Magnús í loungeinu