Týnd kynslóð Sjálfstæðiskvenna undir forystu Bjarna Benediktssonar Jónína Sigurðardóttir, Elín Jónsdóttir, Berta Gunnarsdóttir, Karólína Íris Jónsdóttir og Ragnheiður Skúladóttir skrifa 2. nóvember 2022 16:31 Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun