Bosh varð að leggja skóna á hilluna vegna heilsubrest árið 2017 og gerði þá starfslokasamning við Miami Heat.
Heat samþykkti að borga upp samninginn hans með því að borga honum rúma 434 þúsund Bandaríkjadali tvisvar í mánuði. Bosh var því búinn að fá tvær 64 milljón króna útborganir í hverjum mánuði undanfarin fimm ár.
Síðasta útborgunin var í þessari viku og Miami hefur nú borgað upp þær 52 milljónir dollara sem Bosh átti inni samkvæmt samningi sínum.
Ferill Bosh endaði snögglega þegar það fannst blóðtappi í fæti hans. Hann reyndi að koma aftur en það gekk ekki.
Fyrsta greiðslan var 15. nóvember 2017 og alls fékk hann þessar 64 milljónir króna útborgaðar 120 sinnum.
Twice a month since 2017, the Miami Heat have paid Chris Bosh who last played in 2016 $434,393 as a part of his contract agreement.
— Front Office Sports (@FOS) November 1, 2022
Today, the last of 120 installments will be paid. pic.twitter.com/imEJvCW34t
Bosh varð tvisvar sinnum NBA meistari með Miami Heat en hann myndaði þríeykið öfluga með LeBron James og Dwyane Wade.
Chris Bosh lék 384 leiki á sex tímabilum með Miami Heat eftir að hafa leikið sjö fyrstu tímabilin sín með Toronto Raptors.
Með Miami Heat var hann með 18,0 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik en hafði skorað 20,2 stig og tekið 9,4 fráköst í leik í 509 leikjum með Toronto.