Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 11:11 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota. Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent