Bridget Jones gæti verið á leiðinni á hvíta tjaldið í fjórða sinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 15:02 Renee Zellweger gæti brugðið sér í hlutverk hinnar seinheppnu Brigdet Jones einu sinni enn. Hér má sjá Zellweger, ásamt Collin Firth og Hugh Grant á frumsýningu fyrstu myndarinnar. Gtty/Dave Hogan Aðdáendur gætu fengið að sjá meira af ævintýrum hinnar seinheppnu en elskulegu Bridget Jones. Helen Fielding, höfundur bókanna sem kvikmyndirnar vinsælu eru byggðar á, segir það vera í vinnslu að gera þriðju bókina að bíómynd. Fielding skrifaði bækurnar Bridget Jones's Diary og Bridget Jones: The Edge of Reason sem gerðar voru að samnefndum bíómyndum sem komu út árin 2001 og 2004. Það var leikkonan Renee Zellweger sem sló í gegn í hlutverki Bridget. Sjarmatröllin Collin Firth og Hugh Grant fóru svo með hlutverk mannanna tveggja sem Bridget sat föst í ástarþríhyrningi með. Árið 2016 kom svo út þriðja myndin Bridget Jones's Baby. Sú mynd var byggð á dálki sem Fielding hélt úti í breska dagblaðinu Independent. Fielding gaf svo út þriðju bókina, Bridget Jones: Mad About the Boy, árið 2013. Helen Fielding áritar bókina Bridget Jones: Mad About the Boy árið 2013.Getty/Ferdaus Shamim „Ég er að vinna í þessu“ Nú þegar sex ár eru liðin frá því að við sáum Bridget síðast á hvíta tjaldinu, hefur Fielding kveikt vonarneista hjá aðdáendum um að það gæti gerst aftur fyrr en síðar. „Ég er að vinna í þessu og ég vona innilega að það takist. Hver einasta bíómynd sem er gerð er kraftaverk. Það er rosalega erfitt að láta bíómyndir verða að veruleika. En ég myndi virkilega vilja sjá hana á skjánum,“ sagði Fielding í viðtali við The Radio Times á dögunum. Elskar að vera Bridget Sjálf hefur Zellweger látið hafa það eftir sér að hún væri meira en til í að bregða sér í hlutverk Bridget einu sinni enn. „Hún er svo skemmtileg. Ég elska að setja mig í hennar spor. Ég hef svo gaman að því að vera á setti, þar sem allar ákvarðanir sem við tökum snúast bara um það að gera líf hennar sem vandræðalegast. Það er svo gaman,“ sagði Zellweger í viðtali á árinu. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. 8. apríl 2020 11:31 Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Myndin nefnist Bridget Jones's Baby og verður frumsýnd næsta haust. 23. mars 2016 20:00 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Fielding skrifaði bækurnar Bridget Jones's Diary og Bridget Jones: The Edge of Reason sem gerðar voru að samnefndum bíómyndum sem komu út árin 2001 og 2004. Það var leikkonan Renee Zellweger sem sló í gegn í hlutverki Bridget. Sjarmatröllin Collin Firth og Hugh Grant fóru svo með hlutverk mannanna tveggja sem Bridget sat föst í ástarþríhyrningi með. Árið 2016 kom svo út þriðja myndin Bridget Jones's Baby. Sú mynd var byggð á dálki sem Fielding hélt úti í breska dagblaðinu Independent. Fielding gaf svo út þriðju bókina, Bridget Jones: Mad About the Boy, árið 2013. Helen Fielding áritar bókina Bridget Jones: Mad About the Boy árið 2013.Getty/Ferdaus Shamim „Ég er að vinna í þessu“ Nú þegar sex ár eru liðin frá því að við sáum Bridget síðast á hvíta tjaldinu, hefur Fielding kveikt vonarneista hjá aðdáendum um að það gæti gerst aftur fyrr en síðar. „Ég er að vinna í þessu og ég vona innilega að það takist. Hver einasta bíómynd sem er gerð er kraftaverk. Það er rosalega erfitt að láta bíómyndir verða að veruleika. En ég myndi virkilega vilja sjá hana á skjánum,“ sagði Fielding í viðtali við The Radio Times á dögunum. Elskar að vera Bridget Sjálf hefur Zellweger látið hafa það eftir sér að hún væri meira en til í að bregða sér í hlutverk Bridget einu sinni enn. „Hún er svo skemmtileg. Ég elska að setja mig í hennar spor. Ég hef svo gaman að því að vera á setti, þar sem allar ákvarðanir sem við tökum snúast bara um það að gera líf hennar sem vandræðalegast. Það er svo gaman,“ sagði Zellweger í viðtali á árinu.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. 8. apríl 2020 11:31 Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Myndin nefnist Bridget Jones's Baby og verður frumsýnd næsta haust. 23. mars 2016 20:00 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. 8. apríl 2020 11:31
Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Myndin nefnist Bridget Jones's Baby og verður frumsýnd næsta haust. 23. mars 2016 20:00