Enn streyma eldflaugarnar frá Kóreuskaganum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 16:45 AP/Shuji Kajiyama Minnst sex eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í dag og þar á meðal einni langdrægri. Það er í kjölfar þess að rúmum tuttugu eldflaugum var skotið á loft í gær. Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi.
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13