Enn streyma eldflaugarnar frá Kóreuskaganum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 16:45 AP/Shuji Kajiyama Minnst sex eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í dag og þar á meðal einni langdrægri. Það er í kjölfar þess að rúmum tuttugu eldflaugum var skotið á loft í gær. Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi.
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13