Tilraun til vitundavakningar endaði með fangelsisdómi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. nóvember 2022 19:56 Þrír frá belgísku samökum Just Stop Oil voru handteknir á vettvangi. EPA-EFE/PHIL NIJHUIS Tveir menn hafa nú verið dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir tilraun sína til þess að skemma málverkið „Stúlkan með perlueyrnalokkinn“ eftir Vermeer í nafni aðgerða í umhverfismálum. Mennirnir tveir eru frá Belgíu en voru dæmdir til fangelsisvistar af Hollenskum dómstólum. Einn mánuður fangelsisdómsins er sagður skilorðsbundinn. Þessu greinir Reuters frá. Annar mannanna límdi höfuð sitt á gler sem verndaði málverkið en þetta er gert til þess að vekja athygli á umhverfismálum og áhrifum hlýnunar jarðar á plánetuna. Mennirnir framkvæmdu verknaðinn í nafni umhverfisaðgerðahópsins „Just Stop Oil Belgium.“ Aðgerðin eigi að kalla fram tilfinningar og viðbrögð sem vonast sé eftir að fólk sýni umhverfismálum. Verknaðurinn er sagður ekki hafa skemmt verkið sjálft en rammi verksins, sem sé frá 19. öld hafi skemmst. Þrír voru handteknir á vettvangi og bíður einn eftir réttarhöldum en hann er sagður hafa mótmælt þeirri flýtimeðferð sem málið fékk. Þetta er ekki eina tilfelli þess að listaverk hafi verið miðpunktur mótmæla sem þessara en þann 26. október höfðu bresku „Just Stop Oil“ samtök mótmælt aðgerðarleysi í umhverfismálum 26 daga í röð. Mótmælin hafa þó átt sér stað í lengri tíma. Belgísku samtökin eru sögð ótengd þeim bresku. Heimsfræg málverk hafa verið einn aðal miðpunktur aðgerða bresku samtakanna en mótmælendur hafa kastað kartöflumús á verkin ásamt því að líma hina ýmsu líkamsparta sína á verkin til þess að erfitt sé að fjarlægja þau af vettvangi. Umhverfismál Belgía Bretland Holland Menning Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Mennirnir tveir eru frá Belgíu en voru dæmdir til fangelsisvistar af Hollenskum dómstólum. Einn mánuður fangelsisdómsins er sagður skilorðsbundinn. Þessu greinir Reuters frá. Annar mannanna límdi höfuð sitt á gler sem verndaði málverkið en þetta er gert til þess að vekja athygli á umhverfismálum og áhrifum hlýnunar jarðar á plánetuna. Mennirnir framkvæmdu verknaðinn í nafni umhverfisaðgerðahópsins „Just Stop Oil Belgium.“ Aðgerðin eigi að kalla fram tilfinningar og viðbrögð sem vonast sé eftir að fólk sýni umhverfismálum. Verknaðurinn er sagður ekki hafa skemmt verkið sjálft en rammi verksins, sem sé frá 19. öld hafi skemmst. Þrír voru handteknir á vettvangi og bíður einn eftir réttarhöldum en hann er sagður hafa mótmælt þeirri flýtimeðferð sem málið fékk. Þetta er ekki eina tilfelli þess að listaverk hafi verið miðpunktur mótmæla sem þessara en þann 26. október höfðu bresku „Just Stop Oil“ samtök mótmælt aðgerðarleysi í umhverfismálum 26 daga í röð. Mótmælin hafa þó átt sér stað í lengri tíma. Belgísku samtökin eru sögð ótengd þeim bresku. Heimsfræg málverk hafa verið einn aðal miðpunktur aðgerða bresku samtakanna en mótmælendur hafa kastað kartöflumús á verkin ásamt því að líma hina ýmsu líkamsparta sína á verkin til þess að erfitt sé að fjarlægja þau af vettvangi.
Umhverfismál Belgía Bretland Holland Menning Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01
Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25