Kynslóð af kynslóð sjálfstæðiskvenna Vala Pálsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:31 Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun