Tveggja ára dómur fyrir stórfelld brot gegn barnsmóður og árás á samfanga Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 08:29 Dómarar Landsréttar töldu brot mannsins gegn konunni voru ófyrirleitin og að hann ætti sér engar málsbætur. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð og stórfelld brot gegn barnsmóður sinni og sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga í gær. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimmtán mánaða fangelsi. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira