Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 10:21 Amnesty International saka íslensk stjórnvöld um ómannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem hafa þegar fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. Fimmtán hælisleitendur voruð leitaðir uppi og sendir úr landi til Grikklands í skjóli nætur í vikunni, þar á meðal fatlaður írakskur karlmaður. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmdi að í hópnum hefði verið ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð lögráða. Nú bætist Íslandsdeild Amnesty International í hóp samtaka sem fordæma brottvísanirnar. Í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér í morgun segir að hún hafi ítrekað gagnrýnt brottvísanir til Grikklands og stefnu íslenskra stjórnvalda um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Aðbúnaður flóttafólks í Grikklandi hefur verið gagnrýndur af m.a. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International. Fjölmargar heimildir, svo sem skýrslur Evrópuráðsins, og mannréttinda- og frjálsra félagasamtaka gefa til kynna að raunverulegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi fréttaflutnings af brottvísun fatlaðs einstaklings sem glímir við alvarleg veikindi og notast við hjólastól bendir Íslandsdeild Amnesty International á þá alþjóðlegu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt framangreindum samningum skulu aðildarríki þeirra gera allar ráðstafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstaklinga, fyrir pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu,“ segir Íslandsdeildin. Í hópnum sem var vísað úr landi í vikunni voru tvær írakskar unglingsstúlkur sem hafa stundað nám við Framhaldsskólann í Ármúla. Íslandsdeildin áréttar mikilvægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóðlega vernd. „Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flóttafólks. Það er staðreynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstaklega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjölþættri mismunun, svo sem á kynbundinni mismunun og kynferðislegu ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni. Mannréttindi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Fimmtán hælisleitendur voruð leitaðir uppi og sendir úr landi til Grikklands í skjóli nætur í vikunni, þar á meðal fatlaður írakskur karlmaður. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmdi að í hópnum hefði verið ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð lögráða. Nú bætist Íslandsdeild Amnesty International í hóp samtaka sem fordæma brottvísanirnar. Í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér í morgun segir að hún hafi ítrekað gagnrýnt brottvísanir til Grikklands og stefnu íslenskra stjórnvalda um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Aðbúnaður flóttafólks í Grikklandi hefur verið gagnrýndur af m.a. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International. Fjölmargar heimildir, svo sem skýrslur Evrópuráðsins, og mannréttinda- og frjálsra félagasamtaka gefa til kynna að raunverulegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi fréttaflutnings af brottvísun fatlaðs einstaklings sem glímir við alvarleg veikindi og notast við hjólastól bendir Íslandsdeild Amnesty International á þá alþjóðlegu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt framangreindum samningum skulu aðildarríki þeirra gera allar ráðstafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstaklinga, fyrir pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu,“ segir Íslandsdeildin. Í hópnum sem var vísað úr landi í vikunni voru tvær írakskar unglingsstúlkur sem hafa stundað nám við Framhaldsskólann í Ármúla. Íslandsdeildin áréttar mikilvægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóðlega vernd. „Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flóttafólks. Það er staðreynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstaklega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjölþættri mismunun, svo sem á kynbundinni mismunun og kynferðislegu ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni.
Mannréttindi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45