Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 15:04 Steinunn Ása Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu en þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða, Aðsend Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Ungmennaþingið hófst eftir hádegi en ungmenni frá átta sveitarfélögum á Vestfjörðum, um 40 manns sitja þingið, sem lýkur síðdegis á morgun. Þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða en það er haldið til að efla lýðræðisvitund ungmenna og valdefla þau til að taka þátt í samfélagslegri umræðu, koma skoðunum sínum á framfæri og láta til sín taka. Steinunn Ása Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu og veit hver helstu dagskráratriði þess verða. „Það er ýmislegt, allt frá samgöngum, skólamálum, einelti, ofbeldi yfir í umhverfismál, alþjóðamál og í rauninni allur skalinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem að svona ungmennaþing er haldið á Vestfjörðum. Það hefur verið haldið áður á nokkrum stöðum á landinu í landshlutanum en við vonumst bara til þess að þetta verði einhver fyrirmynd, sem við getum haldið áfram að vinna eftir og haldið áfram að geta gefið ungu fólki rödd og látið til sín taka,“ segir Steinunn Ása. Ungmennaþingið hófst í hádeginu í dag og lýkur síðdegis á morgun, sunnudag. Þingið er haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn Ása segir mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hlusti á unga fólkið sitt. „Já, þetta er svona kannski spark í rassinn fyrir sveitarstjórnir að hlusta meira á ungt fólk. Samkvæmt æskulýðslögum eiga sveitarfélög að starfrækja ungmennaráð og við erum að valdefla krakkana til að taka meiri þátt í umræðunni og gefa þeim tólk og tæki til þess,“ segir Steinunn Ása enn fremur. Ísafjarðarbær Árneshreppur Bolungarvík Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Ungmennaþingið hófst eftir hádegi en ungmenni frá átta sveitarfélögum á Vestfjörðum, um 40 manns sitja þingið, sem lýkur síðdegis á morgun. Þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða en það er haldið til að efla lýðræðisvitund ungmenna og valdefla þau til að taka þátt í samfélagslegri umræðu, koma skoðunum sínum á framfæri og láta til sín taka. Steinunn Ása Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu og veit hver helstu dagskráratriði þess verða. „Það er ýmislegt, allt frá samgöngum, skólamálum, einelti, ofbeldi yfir í umhverfismál, alþjóðamál og í rauninni allur skalinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem að svona ungmennaþing er haldið á Vestfjörðum. Það hefur verið haldið áður á nokkrum stöðum á landinu í landshlutanum en við vonumst bara til þess að þetta verði einhver fyrirmynd, sem við getum haldið áfram að vinna eftir og haldið áfram að geta gefið ungu fólki rödd og látið til sín taka,“ segir Steinunn Ása. Ungmennaþingið hófst í hádeginu í dag og lýkur síðdegis á morgun, sunnudag. Þingið er haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn Ása segir mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hlusti á unga fólkið sitt. „Já, þetta er svona kannski spark í rassinn fyrir sveitarstjórnir að hlusta meira á ungt fólk. Samkvæmt æskulýðslögum eiga sveitarfélög að starfrækja ungmennaráð og við erum að valdefla krakkana til að taka meiri þátt í umræðunni og gefa þeim tólk og tæki til þess,“ segir Steinunn Ása enn fremur.
Ísafjarðarbær Árneshreppur Bolungarvík Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira