Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 17:25 Sigmar Guðmundsson segir mál föður ríkislögreglustjóra óheppilegt og vekja upp spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt að þetta skuli vera svona nátengt ríkislögreglustjóra og mjög óþægilegt að það skuli ekki vera eitthvað ferli fyrir okkur til að rannsaka þetta almennilega. Við höfum heyrt það hjá dómsmálaráðherra að hann vilji skoða málið en ég spyr, hver á að skoða það?“ spyr Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í Allsherjar- og menntamálanefnd. Málið fært til annars embættis tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, 12. júlí 2018, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum dögum síðar var málið fært yfir til lögreglunnar á Vesturlandi en Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu. „Það vekur líka athygli hversu langur tími líður frá því að málið kemur upp og þangað til embættið vísar málinu annað út af vanhæfi. Það eru alls konar svona spurningar á kreiki í þessu máli sem við verðum að fá svör við,“ segir Sigmar. Málið verði rætt af Allsherjar- og menntamálanefnd Mál sem þetta veki upp spurningar. „Hvort sem að lögreglan hafi gert eitthvað af sér eða ekki varpar vafa á þetta allt saman og því þarf að leiða þetta til lykta.“ Óljóst sé hver eigi að rannsaka málið en vel komi til greina að málið fari fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. „Að minnsta kosti að ræða það innan nefndarinnar hvort að það þurfi að bregðast eitthvað við á þeim vettvangi,“ segir Sigmar. „Við verðum bara að eyða óvissunni um þessi mál, bæði um það hvernig eftirliti með lögreglu eigi að vera háttað og svo um þetta mál sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla og varðar föður ríkislögreglustjóra.“ Lögreglumál Lögreglan Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt að þetta skuli vera svona nátengt ríkislögreglustjóra og mjög óþægilegt að það skuli ekki vera eitthvað ferli fyrir okkur til að rannsaka þetta almennilega. Við höfum heyrt það hjá dómsmálaráðherra að hann vilji skoða málið en ég spyr, hver á að skoða það?“ spyr Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í Allsherjar- og menntamálanefnd. Málið fært til annars embættis tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, 12. júlí 2018, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum dögum síðar var málið fært yfir til lögreglunnar á Vesturlandi en Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu. „Það vekur líka athygli hversu langur tími líður frá því að málið kemur upp og þangað til embættið vísar málinu annað út af vanhæfi. Það eru alls konar svona spurningar á kreiki í þessu máli sem við verðum að fá svör við,“ segir Sigmar. Málið verði rætt af Allsherjar- og menntamálanefnd Mál sem þetta veki upp spurningar. „Hvort sem að lögreglan hafi gert eitthvað af sér eða ekki varpar vafa á þetta allt saman og því þarf að leiða þetta til lykta.“ Óljóst sé hver eigi að rannsaka málið en vel komi til greina að málið fari fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. „Að minnsta kosti að ræða það innan nefndarinnar hvort að það þurfi að bregðast eitthvað við á þeim vettvangi,“ segir Sigmar. „Við verðum bara að eyða óvissunni um þessi mál, bæði um það hvernig eftirliti með lögreglu eigi að vera háttað og svo um þetta mál sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla og varðar föður ríkislögreglustjóra.“
Lögreglumál Lögreglan Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19