Svava Rós lék að venju allan leikinn í fremstu línu Brann. Nora Eide Lie kom Brann yfir eftir rétt rúman hálftíma og þegar þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Svava Rós sendingu á Signe Gaupset sem tvöfaldaði forystuna.
Iris Omarsdottir minnkaði muninn fyrir Stabæk í síðari hálfleik en Svava Rós og Gaupset gulltryggðu sigurinn á 67. mínútu þegar íslenska landsliðskonan lagði upp annað mark sitt í leiknum og Gaupset skoraði sitt annað mark.
Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur. Brann vinnur tvöfalt og er án efa langbesta lið Noregs. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.