Varamaðurinn Bale hetjan þegar Los Angeles FC varð MLS meistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 13:30 Gareth Bale skoraði ótrúlegt jöfnunarmark í nótt. Los Angeles FC Los Angeles FC er MLS meistari eftir hádramatískan sigur á Philadelphia Union eftir vítaspyrnukeppni. Gareth Bale kom inn af bekknum og jafnaði metin í 3-3 á 128. mínútu leiksins. Markið má sjá hér að neðan. Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fleiri fréttir 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Sjá meira
Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fleiri fréttir 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Sjá meira