Eins og Vísir hefur greint frá var vináttuleikur Íslands og Sádi-Arabíu vægast sagt umdeildur. Sádarnir buðu íslenska liðinu til Abú Dabí sem og KSÍ fékk greitt fyrir leikinn. Ekki kemur fram hversu mikið sambandið fékk greitt.
Sádi-Arabía vann 1-0 í frekar bragðdaufum leik. Aron Einar bar fyrirliðabandið og var kominn í sína gömlu stöðu á miðri miðjunni. Alls lék hann 85 mínútur í sínum 100. A-landsleik.
Aron Einar er fjórði leikmaðurinn sem nær þeim áfanga. Birkir Bjarnason er leikjahæstur með 112 leiki, Rúnar Kristinsson lék á sínum tíma 104 leiki og þá lék Birkir Már Sævarsson 103 leiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna.