Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 10:03 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands til að mynda á þremur stórmótum. VÍSIR/DANÍEL Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira