Aðgengi er ekki bara aðgengi að byggingum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:31 Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun