Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 15:36 Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot á sínum tíma. Ákæru á hendur honum og Tryggva Jónssyni var vísað frá að hluta í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins. Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars. Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars.
Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira