Leigjendum fórnað á altari fasteignafélaga Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:20 Fyrirhugað er að byggja mikið af íbúðarhúsnæði nálægt væntanlegri borgarlínu á næstu árum. Reykjavíkurborg Formaður Leigjendasamtakanna segir áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum lítið gagnast leigjendum vegna þess að hún væri öll á forsendum fasteignafélaga. Eina vonarglætan fyrir leigjendur væri í uppbyggingu verkalýðsfélaganna sem enn væru aðeins með lítinn hluta leigumarkaðarins. Borgarstjóri kynnti stöðuna á íbúðarmarkaðnum og framtíðaráætlanir á árlegum fundi á föstudag í síðustu viku. Borgin myndi sjá til þess að hægt yrði að byggja 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Fjórðungur þeirra yrði á félagslegum forsendum og hugsaðar fyrir fólk með minna á milli handanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir þessar áætlanir ekki fela sér neinar lausnir fyrir leigjendur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir áætlanir borgarinnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vera á forsendum fasteignafélaga og gagnist ekki leigjendum því leiguverðið hjá félögunum væri allt of hátt.Stöð 2/Vísir „Nei, alls ekki. Mér finnst líka ábyrgðarhluti að framselja í rauninni skyldum sveitarfélaganna til fasteignafélaganna sem eru ráðandi á fasteignamarkaðnum. Sveitarfélögin hafa skyldu að útvega húsnæði fyrir íbúanna,“ segir Guðmundur Hrafn. Það væri líka rangt að vekja vonir leigjenda um að verið væri að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir þá þar sem fermetraverðið á þessu húsnæði væri hærra en markaðsverð. Fasteignafélögin skipuleggðu hæfilegan skort á húsnæði til að halda verðinu uppi og húsaleigan hækkaði með. „Leiga hefur hækkað umfram verðlag meira að segja eftir covid. Þannig að það eru blikur á lofti. Þetta mun ekki leysa vandann að koma fram með svona verkefni sem í rauninni auka bara á vandann og draga kannski vagninn í hækkun fasteignaverðs,“ segir formaður Leigjendasamtakanna. Mikið hefur verið byggt upp af íbúðum á Hlíðarendasvæðinu þar sem hluti íbúða verður leiguíbúðir í framtíðinni.Vísir Staða leigjenda væri því að versna. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður hefði tvöfaldast á undanförnum árum. „Samkvæmt nýjustu tölum er það þannig að leigjendur sem eru komnir yfir 35 ára aldur eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaðnum. Hreyfingarnar þar eru um það bil eitt og hálft prósent, sem komast út af leigjendamarkaðnum á þessum aldri,“ segir Guðmundur Hrafn. Borgarstjórinn segir borgina geta tryggt lóðir fyrir 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin.Reykjavíkurborg Eina ljósið í myrkrinu væru leiguíbúðir sem verkalýðshreyfingin væri að byggja. Framlag hennar væri hins vegar enn ekki nógu stórt til að hafa áhrif almenna verðlagningu. Sveitarfélögin sjálf verði að byggja og reka leiguhúsnæði eins og gert væri í nágrannalöndum. „Sveitarfélögin eru þar fyrirferðarmikil á húsnæðismarkaðnum. Reka þetta annað hvort á sínum eigin vegum eða í gegnum félög sem þau eiga sjálf. Í Danmörku til dæmis er mjög algengt að samvinnufélög byggi blokkirnar og reki þær á kostnaðarverði,“segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Borgarstjóri kynnti stöðuna á íbúðarmarkaðnum og framtíðaráætlanir á árlegum fundi á föstudag í síðustu viku. Borgin myndi sjá til þess að hægt yrði að byggja 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Fjórðungur þeirra yrði á félagslegum forsendum og hugsaðar fyrir fólk með minna á milli handanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir þessar áætlanir ekki fela sér neinar lausnir fyrir leigjendur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir áætlanir borgarinnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vera á forsendum fasteignafélaga og gagnist ekki leigjendum því leiguverðið hjá félögunum væri allt of hátt.Stöð 2/Vísir „Nei, alls ekki. Mér finnst líka ábyrgðarhluti að framselja í rauninni skyldum sveitarfélaganna til fasteignafélaganna sem eru ráðandi á fasteignamarkaðnum. Sveitarfélögin hafa skyldu að útvega húsnæði fyrir íbúanna,“ segir Guðmundur Hrafn. Það væri líka rangt að vekja vonir leigjenda um að verið væri að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir þá þar sem fermetraverðið á þessu húsnæði væri hærra en markaðsverð. Fasteignafélögin skipuleggðu hæfilegan skort á húsnæði til að halda verðinu uppi og húsaleigan hækkaði með. „Leiga hefur hækkað umfram verðlag meira að segja eftir covid. Þannig að það eru blikur á lofti. Þetta mun ekki leysa vandann að koma fram með svona verkefni sem í rauninni auka bara á vandann og draga kannski vagninn í hækkun fasteignaverðs,“ segir formaður Leigjendasamtakanna. Mikið hefur verið byggt upp af íbúðum á Hlíðarendasvæðinu þar sem hluti íbúða verður leiguíbúðir í framtíðinni.Vísir Staða leigjenda væri því að versna. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður hefði tvöfaldast á undanförnum árum. „Samkvæmt nýjustu tölum er það þannig að leigjendur sem eru komnir yfir 35 ára aldur eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaðnum. Hreyfingarnar þar eru um það bil eitt og hálft prósent, sem komast út af leigjendamarkaðnum á þessum aldri,“ segir Guðmundur Hrafn. Borgarstjórinn segir borgina geta tryggt lóðir fyrir 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin.Reykjavíkurborg Eina ljósið í myrkrinu væru leiguíbúðir sem verkalýðshreyfingin væri að byggja. Framlag hennar væri hins vegar enn ekki nógu stórt til að hafa áhrif almenna verðlagningu. Sveitarfélögin sjálf verði að byggja og reka leiguhúsnæði eins og gert væri í nágrannalöndum. „Sveitarfélögin eru þar fyrirferðarmikil á húsnæðismarkaðnum. Reka þetta annað hvort á sínum eigin vegum eða í gegnum félög sem þau eiga sjálf. Í Danmörku til dæmis er mjög algengt að samvinnufélög byggi blokkirnar og reki þær á kostnaðarverði,“segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19