„Stelpurnar létu áhlaup Vals ekki buga sig sem var snilld“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. nóvember 2022 22:30 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu þrettán stiga útisigur á Val 76-89 í Subway deild-kvenna. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með sigurinn. „Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
„Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira