Frá í þrjá til fjóra mánuði eftir að hafa verið skorinn á púls í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Evander Kane brunar inn í klefa eftir að hafa óvart verið skorinn á púls í leik. AP/Jason Behnken Íshokkíleikmaðurinn Evander Kane varð fyrir mjög óskemmtilegri lífsreynslu í NHL-deildinni á dögunum. Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022 Íshokkí Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022
Íshokkí Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira