100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Tryggingar Fjármál heimilisins Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar