100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Tryggingar Fjármál heimilisins Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun