Fótbolti

City tekur á móti Liverpool og Jóhann Berg fer á Old Trafford

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester City og Liverpool eigast við í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins.
Manchester City og Liverpool eigast við í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Peter Byrne/PA Images via Getty Images

Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa. Að leik loknum var svo dregið í 16-liða úrslitin og þar er sannkallaður stórleikur þegar Manchester City tekur á móti Liverpool.

Liverpool á titil að verja í enska deildarbikarnum og liðið fær verðugt verkefni í 16-liða úrslitum þar sem Englandsmeistararnir sjálfir bíða þeirra. Liverpool tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn C-deildarliði Derby í vítaspyrnukeppni í gær á meðan City vann 2-0 sigur gegn Chelsea.

Þá eru Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í B-deildarliði Burnley á leið á Old Trafford þar sem liðið mætir Manchester United. Burnley vann öruggan 3-1 sigur gegn D-deildarliði Crawley Town og eins og áður segir vann United 4-2 sigur gegn Aston Villa.

Drátturinn í heild

Wolves v Gillingham

Southampton v Lincoln City

Blackburn Rovers v Nottingham Forest

Newcastle United v Bournemouth

Manchester City v Liverpool

Manchester United v Burnley

MK Dons v Leicester City

Charlton Athletic v Brighton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×