Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 17:18 Úkraínskir hermenn að störfum í Kherson í vikunni. EPA/STANISLAV KOZLIUK Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan. Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira