Kylian Mbappé kom meisturunum á bragðið í fyrri hálfleik en það var í þeim síðari sem PSG sýndi klærnar. Carlos Soler tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik og hann lagði svo upp mark fyrir Achraf Hakimi skömmu síðar.
Renato Sanches bætti fjórða markinu við á 81. mínútu eftir sendingu Hugo Ekitike og Hugo skoraði sjálfur fimmta markið. Lokatölur í París 5-0 heimamönnum í vil sem eru með fimm stiga forystu á Lens þegar 15 umferðum er lokið.
#PSGAJA pic.twitter.com/VHYQzgU5oC
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) November 13, 2022