Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 14:36 Xi Jinping og Joe Biden, forsetar Kína og Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna. Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna.
Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira