Georgía mætti fullt sjálfstrausts í leikinn eftir sigur í Laugardalshöll fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Hefði Georgía unnið leik kvöldsins hefðu möguleikar Íslands á að komast áfram minnkað allverulega.
Ítalir voru alltaf skrefi undan í kvöld en Georgía gafst þó aldrei upp og lokakafli leiksins var æsispennandi. Á endanum unnu gestirnir frá Ítalíu eins stigs sigur, 85-84, og gerðu Íslendingum þar með risastóran greiða.
It wouldn't have been a true Azzurri game without a bit of drama, but Italy are off to the World Cup! #FIBAWC x #WinForItalia
— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) November 14, 2022
Watch live games and extended highlights on Courtside1891 https://t.co/bzlIOrnFkg pic.twitter.com/2vrk0JEsDt
Marco Spissu og Amedeo Tessitori voru stigahæstir í liði Ítalíu með 15 stig. Tornike Shengelia var stigahæstur í liði heimamanna, einnig með 15 stig.