Sálfræðiþjónusta á krossgötum Gyða Dögg Einarsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Logi Úlfarsson, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir og Guðrún Carstensdóttir skrifa 15. nóvember 2022 08:30 Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun