Logi Geirs valdi íslenska landsliðshópinn fyrir HM: „Spennandi tímar fram undan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 11:30 Logi Geirsson var í stuði í Seinni bylgjunni í gær. S2 Sport Seinni bylgjan var á dagskránni í gær og þar var ekki bara fjallað um Olís deild karla í handbolta. Það styttist í heimsmeistaramótið 2023 þar sem íslenska landsliðið ætlar sér stóra hluti. Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira