Jóhann með á ný eftir ummælin um KSÍ: „Er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 15:30 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði síðast þegar hann spilaði með landsliðinu en nú er Aron Einar Gunnarsson mættur aftur til leiks og tekinn við fyrirliðabandinu á ný. Getty/Alex Grimm „Það er gaman að koma aftur,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson sem er mættur aftur í slaginn með íslenska landsliðinu í fótbolta eftir langt hlé. Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Jóhann lék síðast landsleik gegn Þýskalandi í september í fyrra og bar þá fyrirliðabandið. Meiðsli og hætta á meiðslum hafa valdið því að hann hefur ekki spilað síðustu landsleiki, en í viðtali við 433.is fyrir rúmu ári síðan sagði hann jafnframt að óánægja með störf forystu KSÍ hefði einnig haft áhrif á þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér með landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson reyndi að telja honum hughvarf í fyrrahaust og fá hann aftur í landsliðið en þá var það án árangurs. Jóhann hefur hins vegar átt flott haust með Burnley sem er á toppi ensku B-deildarinnar og segir í viðtali við Facebook-síðu KSÍ að hann sé tilbúinn í að spila tvo landsleiki með þriggja daga millibili. Ísland mætir Litháen á morgun og spilar svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti á laugardaginn við Eistland eða Lettland, í Eystrasaltsbikarnum. Jóhann segir stefnuna setta á sigur í mótinu. „Það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið hálfleiðinlegir og það er alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað undir eins og hér í Baltic Cup. Við byrjum í undanúrslitum og viljum auðvitað komast í úrslitaleikinn, og lyfta Baltic Cup. Það er klárt mál,“ segir Jóhann. Góðan daginn / Good morning pic.twitter.com/0Y2vPnqg8t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2022 „Mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki“ „Ég er klár í að byrja tvo leiki en það er mjög hæpið að ég spili tvo níutíu mínútna leiki. Ég er ennþá að byggja mig upp. Ég er á mjög góðum stað og við ætlum að halda því þannig. Ég er tilbúinn í að byrja tvo leiki og svo sjáum við hversu mikið af mínútum ég spila,“ segir Jóhann. Ljóst er að úrslit gætu ráðist í vítaspyrnukeppni á morgun og Jóhann kveðst að sjálfsögðu tilbúinn í að taka vítaspyrnu ef til þess kemur: „Ég verð klár en við verðum bara búnir að klára þetta fyrir það. Við nennum engu vítaspyrnurugli. Við ætlum bara að klára þessa leiki. Ég hef fulla trú á þessum hópi og að við gerum það.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Eystrasaltsbikarinn 2022 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira